Iformi
  • Facebook
  • RSS
Við erum ung og leikum okkur
  • Heim
  • Badminton
  • Blak
  • Brennibolti
  • Bridge
  • Frjálsar
  • Golf
  • Knattspyrna
  • Körfubolti
  • Pubquiz
  • Stinger
  • Sund
  • Þríþraut
  • 5 og 12 km hlaup
  • Lokahóf
  • Skráning
  • Heim
  • Fréttir
  • Í formi 2017

Í formi 2017

Skrifað apríl 26, 2017 í Fréttir

Ungmennafélagið Sindri ætlar að keyra sumarið 2017 í gang af krafti fyrstu þrjár vikurnar í maí og endurvekja Í formi íþróttamótið! Keppt verður í fjölmörgum greinum í ár og eru þær eftirfarandi: badminton, strandblak, brennibolti, bridge, frjálsar íþróttir, golf, knattspyrna, körfubolti, langhlaup, pubquiz, stinger, sund og þríþraut. Mótið er fyrir alla sem eru 18 ára og eldri. Skráning er EKKI hafin þar sem ekki hefur tekist að virkja skráningarsíðuna. Mótið verður með mjög breyttu sniði frá því sem áður var. Búið er að fjölga íþróttagreinum þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Einstaklingskeppni verður í öllum greinum svo keppendur verða ekki háðir því að vera í liði í hópíþróttum, heldur er dregið í lið á milli umferða. Mótið stendur yfir í 6 daga og þannig er mögulegt að keppa í flestum greinum án þess að þær stangist á, en dagskráin er vissulega þétt og við vonumst til að Hornfirðingar og aðrir áhugasamir rífi fram íþróttagallann og taki þátt í sem flestum greinum, enda er þetta allt til gamans gert! :)

Í aðdraganda mótsins verða æfingar í flestum íþróttagreinanna og eru æfingarnar innifaldar í þátttökugjaldinu. Ef þátttaka verður góð er ekkert því til fyrirstöðu að fjölga æfingunum og eru byrjendur velkomnir á allar æfingar. Æfingatafla er hér fyrir neðan.

Þátttökugjald í mótinu er 2000 kr. fyrir eina íþróttagrein og 4000 kr. fyrir tvær eða fleiri greinar. Ef keppandi ætlar að mæta á lokahófið í Sindrabæ laugardaginn 20. maí kl. 20:30 kostar það 1000 kr. en þar verður keppt í pubquiz og veitt verða verðlaun fyrir árangur á mótinu auk þess sem trúbador heldur uppi fjörinu fram eftir kvöldi. Lokahófið kostar 2000 kr. fyrir aðra en þá sem keppa á mótinu.

Skráning getur vonandi hafist sem fyrst þegar skráningarsíðan verður komin í lag og verður það auglýst sérstaklega. Einhverjar breytingar gætu átt sér stað á dagskránni, en þær verða þá auglýstar sérstaklega :)

Hér fyrir  neðan er dagskrá mótsins og æfinganna:

Æfingatafla

Dags. Tími Lokið Grein Hvar
Mán. 1. maí 17:00 18:30 Körfubolti Íþróttahús/körfuboltavöllur úti
Þri. 2. maí 17:00 18:30 Frjálsar Íþróttir Sindravellir
Þri. 2. maí 17:30 19:00 Hlaupahópur Frá sundlaug
Þri. 2. maí 19:00 20:00 Stinger Íþróttahús/körfuboltavöllur úti
Þri. 2. maí 20:00 21:00 Sund Sundlaug
Mið. 3. maí 17:00 18:30 Badminton Íþróttahús
Mið. 3. maí 19:00 20:00 Fótbolti konur Báran/æfingasvæði
Mið. 3. maí 20:00 21:00 Fótbolti karlar Báran/æfingasvæði
Fim. 4. maí 17:00 18:00 Þríþraut Hittast við sundlaug?!?!?!
Fim. 4. maí 18:00 19:30 Brennó Sindravellir
Fim. 4. maí 20:00 21:30 Inniblak/strandblak Íþróttahús/Strandblaksvöllur
Lau. 6. maí 09:00 10:30 Hlaupahópur Frá sundlaug
Lau. 6. maí 10:30 12:00 Inniblak/strandblak Íþróttahús/strandblaksvöllur
Sun 7. maí 16:00 17:00 Fótbolti konur Báran
Sun. 7. maí 17:00 18:00 Fótbolti karlar Báran
Mán. 8. maí 17:00 18:30 Körfubolti Íþróttahús/körfuboltavöllur úti
Mán. 8. maí 18:30 20:30 Strandblak Strandblaksvöllur
Þri. 9. maí 17:00 18:30 Frjálsar Íþróttir Sindravellir
Þri. 9. maí 17:30 19:00 Hlaupahópur Frá sundlaug
Þri. 9. maí 19:00 20:00 Stinger Íþróttahús/körfuboltavöllur úti
Þri. 9. maí 20:00 21:00 Sund Sundlaug
Mið. 10. maí 17:00 18:30 Badminton Íþróttahús
Mið. 10. maí 19:00 20:00 Fótbolti konur Báran/æfingasvæði
Mið. 10. maí 20:00 21:00 Fótbolti karlar Báran/æfingasvæði
Fim. 11. maí 17:00 18:00 Þríþraut Hittast við sundlaug?!?!?!
Fim. 11. maí 18:00 19:30 Brennó Sindravellir
Fim. 11. maí 20:00 21:30 Inniblak/strandblak Íþróttahús/Strandblaksvöllur
Lau. 13. maí 09:00 10:30 Hlaupahópur Frá sundlaug
Lau. 13. maí 10:30 12:00 Inniblak/strandblak Íþróttahús/strandblaksvöllur
Sun 14. maí 16:00 17:00 Fótbolti konur Báran
Sun. 14. maí 17:00 18:00 Fótbolti karlar Báran

 

Keppni

Dags Tími Lokið Grein Staður
Mán.15.5.2017 17:00 18:30 Körfubolti Íþróttahús
Mán.15.5.2017 18:30 20:30 Strandblak Strandblaksvellir
Þri. 16.5. 2017 17:00 20:00 Frjálsar íþróttir Sindravellir
Þri. 16.5. 2017 20:00 21:00 Sund Sundlaug
Mið. 17.5.2017 17:00 19:00 Badminton Íþróttahús
Mið. 17.5.2017 19:00 20:00 Fótbolti konur Sindravellir
Mið 17.5.2017 20:00 21:00 Fótbolti karlar Íþróttahús
Fim. 18.5.2017 17:00 19:00 Þríþraut Sundlaug
Fim. 18.5.2017 19:30 23:00 Bridge Sindrabær
Fös. 19.5.2017 17:30 20:00 Inniblak Íþróttahús
Fös. 19.5.2017 20:00 21:00 Stinger Íþróttahús/körfuboltavöllur við íþróttahús
Lau. 20.5.2017 09:30 11:00 5 og 12 km hlaup Frá sundlaug
Lau. 20.5.2017 11:00 13:00 Brennó Æfingasvæði
Lau.20.5.2015 09:00 13:00 Golf Silfurnesvöllur
Lau.20.5.2015 13:00 15:00 Sindri – Harmarnir mfl. Kv. Sindravellir
Lau.20.5.2015 16:00 18:00 Sindri – Afturelding mfl. Ka. Sindravellir
Lau. 20.5.2015 20:30 01:00 Lokahóf og pubquiz Sindrabær

Við vonumst til að sem allra flestir noti tækifærið til að drífa sig út og hreyfa sig með okkur og nýta þá frábæru aðstöðu sem við höfum til að stunda íþróttir hér í sveitarfélaginu :)

 

Ummælakerfi er lokað.

Skráning í mótið

  • sindri@umfsindri.is
  • Skráning í mótið

Nýjustu fréttir

  • Skráning á Íformi mótið!

    maí 11, 2017
  • Uppfærð stundaskrá fyrir æfingar

    maí 1, 2017
  • 5 km og 12 km hlaup

    apríl 27, 2017
  • Í formi 2017

    apríl 26, 2017
  • Þríþraut

    apríl 26, 2017
(c) 2014 UMF Sindri