Greinarstjóri er Páll Róbert Matthíasson, robbimatt@gmail.com
Keppt verður bæði í inniblaki og í strandblaki. Fyrirkomulagið verður þannig að það verða fjórir í liði í strandblaki en keppnin er samt einstaklingskeppni þar sem dregið er í lið fyrir hverja umferð. Sama fyrirkomulag verður í inniblaki en þar verða sex í liði. Æfingar geta breyst aðeins með tilliti til veðurs og er mælst til að fylgst verði vel með á facebook síðu mótsins.
Æfingar verða á strandblaksvöllunum á Sindravöllum eða í íþróttahúsi Heppuskóla sem hér segir (fer eftir veðri hvort æft verður inni eða úti):
Fimmtudaginn 4. maí kl. 20:00 – 21:30
Mánudaginn 8. maí kl. 18:30 – 20:30.
Fimmtudaginn 11. maí kl. 20:00 – 21:30
Keppni í strandblaki fer fram mánudaginn 15. maí kl. 18:30 – 20:30
Keppni í inniblaki fer fram föstudaginn 19. maí kl. 17:30-20:00
Ef veður verður ekki gott á mánudeginum þá verður keppt í inniblaki á mánudeginum og vonast eftir betra strandblaksveðri á föstudeginum