Ein af þeim áskorunum sem maður þarf að takast á við þegar maður er kominn af léttasta skeiði, orðinn miðaldra, er að allar manns syndir sjást á manni lengur en maður hefði kosið. Eftir nokkra rauðvínssopa er maður marga daga að jafna sig, grillkjöt sumarsins situr á manni í marga mánuði og þó maður komi sér í form þá getur það horfið út í veður og vind á undra skömmum tíma ef maður viðheldur því ekki.
Þegar þú lesandi góður ert búinn að finna hreyfingu sem þér hentar, hvort sem það er íþróttagrein sem boðið er upp á hér á Hornafirði eða bara að fara út að labba með þinni/þínum heittelskaða þá endilega vertu duglegur að stunda það því þá verður auðveldara að slá í gegn á Íformi 2015. Við verðum ekki öll meistarar þetta árið en við skulum öll koma okkur af stað og hafa gaman saman fyrstu helgina í september. Verðið á mótið hefur verið ákveðið og óhætt er að segja að verðhjöðnun á Hornafirði er Íslandsmet ef ekki heimsmet. Langtímamarkmið okkar allra er þó fyrst og fremst betri líðan og betri heilsa og hreyfing, samvera og gott verð stuðlar svo sannaregar að hvorutveggja.
Verðið í greinarnar og tímasetningar á þeim
Ef keppt er í einni grein þá kostar það 2000kr en til að keppa í eins mörgum og þú hefur áhuga á eða úthald í þá þarf einungis að bæta við 1500kr, sem sagt tvær eða fleiri 3500kr.
Keppt verður í bridge á föstudagskvöldið og hefst bridgekeppnin kl 19:00
Laugadagurinn hefst með látum. Kl 09:00 er rástími í golfið en ef það eru sér óskir um rástíma út af öðrum greinum þá reyna stjórnendurnir á golfvellinum að vera liðlegir eins og venjulega.
Strandblakið á líka að byrja kl 09:00 á strandblaksvöllunum en ef veðurguðirnir svíkja gefin loforð þá verður það flutt inn.
Frjálsar hefjast síðan kl 11:00 og veður tímaseðill birtur fljótlega.
Fótboltinn byrjar kl 13:00 í Bárunni.
Brenniboltinn byrjar kl 14:00 á æfingarsvæðinu, en ef veðurguðirnir standa ekki við sitt þá verður brenniboltinn fluttur inn og fótbolti og brennibolti spilaður til skiptis eða á sitthvorum helmingnum í húsinnu.
Hnitið byrjar svo kl 15:00 í íþróttahúsinu
Kvöldskemmtunin:
Ákveðið hefur verið að brydda upp á þeirri nýbreytni núna að hafa kvöldskemmtunina á laugadagskvöldið í Golfskálanum. Húsið opnar kl 19:30 og hefst borðhald kl 20:00, matseðillin er ekki af verri endanum og matreiðslumeistararnir heimsfrægir á Hornafirði.
Á boðstólnum verður hinn margrómaða Hornfiska humarsúpa í forrétt og í aðalrétt verður Skaftellskt fjallalamb að hætti matreiðslumeistaranna, meðlætið verður ekki skorið við nögl og verð á drykkjum ættu að ráða við. Til að loka fæðuhringnum verður svo kaffi og konfekt.
Kvöldskemmtunin kostar einungis 5000kr og ef þú hefur keppt í fleiri en einni grein þá færð þú matinn og mótið á 8000kr, ef hjónin keppa bæði þá geta þau farið út að borða og montast með árangurinn eftir daginn fyrir einungis 15000kr.