Greinarstjóri er Helga Árnadóttir, helga.arn@gmail.com
Þríþraut felur í sér að keppt er í þremur greinum, sundi, hjóli og hlaupi, þar sem hver grein tekur við af annarri. Greinarstjóri er Helga Árnadóttir, netfang helga.arn@gmail.com. Þetta vorið eru vegalengdir þessar:
- Sund: 400 m
- Hjól: ca 9 km
- Hlaupa: 2, 5 km.
Synt er í sundlaug Hafnar. Hjólað verður frá bílaplaninu við sundlaugina, út úr bænum þar til komið er að afleggjara við þjóðveg 1 (Lónsafleggjara). Þar er snúið við, og hjólað til baka í sundlaug. Þar er farið af hjólum og hlaupinn 2,5 km hringur. Sjá myndir sem fylgja.
Keppt er bæði í einstaklingskeppni (karla og kvenna) og eins er liðakeppni í boði (ekki skipt eftir kynjum). Þannig má t.d. hóa saman í lið þremur einstaklingum, einn syndir, einn hjólar og einn hleypur. Einnig geta verið tveir í liði (ef t.d. einn vill bæði hjóla og hlaupa).
Æfingar verða fimmtudaginn 4. maí kl. 17.00 og fimmtudaginn 11. maí kl. 17.00. Hittumst við sundlaugina. Áhersla verður á hjól og hlaup á þessum æfingum. Hvetjum fólk til að mæta á sundæfingarnar til að tækla sundið fyrir keppni!
Æfingar verða sem hér segir:
Fimmtudaginn 4. maí kl. 17:00 – 18:00 – hist við sundlaug Hafnar.
Fimmtudaginn 11. maí kl. 17:00 – 18:00 – hist við sundlaug Hafnar.
Keppni fer fram fimmtudaginn 18. maí kl. 17:00 – 19:00.