Á hverjum degi heyrum við fréttir um að meðal þyngd Íslendinga, félagsfælni og þunglyndi sé að ná nýjum hæðum. Búast má við að þetta gildi um okkur Skaftfellinga líkt og aðra og þó þetta sé ekki góðar fréttir þá er gott að vita til þess að að er hægt að breyta þessu ástandi. Ein besta leiðin er aukin hreyfing og þess vegna ætlum við að koma okkur Íform 2014. Við í undirbúningsnefndinni erum búin að hittast og höfum verið að ráða ráðum okkar um hvernig við getum spýtt í til að koma Hornfirðingum og öllum þeim sem treysta sér til að mæta á mótið í betra andlegt og líkamlegt form. Einnig höfum við verið að skoða verðskrána hjá okkur, heimasíðuna og síðast en ekki síst hvernig við getum aukið þátttökuna í lokakvöldinu, þar er allt undir verðu það upplýst betur þegar nær dregur. Við erum nokkuð sammála um að hafa þær greinar sem verið hafa þar sem höldu að þær höfði til flestra og plássleysi og tímaleysi varna því að við getum bætt við greinum, en vegna dræmrar þátttöku í drottningarboltanum verðu hann feldur út þetta árið.
Heimasíða mótsins er kominn í gagnið „iformi.is“ og eins erum við á Facebook.
Íformi verður 5. og 6. september. Æfingar eru hafnar eða að hefjast og þar sem við búum svo vel hér á Hornafirði þá getum við leyft og þann munað að vera annað hvort úti eða inni með æfingar í flestum greinum allt eftir því hvernig viðrar.
Æfingartafla:
Grein/dagur | Sunnudagur | mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Staður |
Frjálsar | 17:00 | Sindravöllum | ||||
Fótbolti | 19:30 | 19:30 | Báran | |||
Blak | 19:30 | 19:30 | Strandvellir | |||
Brennibolti | 17:30 | 17:30 | Báran | |||
Hnit | 17:00 | 17:00 | Íþróttahús Nesjum |
Golfarar nota völlinn óspart þar sem hann er alltaf opinn og myrkur er það eina sem hamlar sólahrings æfingum þar. Bridge spilarar hafa það framyfir golfarana að þeir geta æft allan sólahringinn í tölvunni svo er náttúrulega upplagt að spila bridge á nóttunum og golf á daginn. Hjónalíf og fjölskyldulíf verður jafnvel að víkja ef menn ætla að koma í sínu besta formi á mótið í ár en gangið samt ekki fram af ykkur.
Vert er að benda á að það er kjörið fyrir fólk þegar það er komið í þetta fína form að skrá sig í Gangnamanna félag Austur- Skaftafellssýslu, þar verða vonandi fullt að göngum við allra hæfi í haust.Skráning er hjá Grétari Má Þorkelssinni á netfangi: gretar@bssl.is. Að elta rollur um fjöll og firnindi er góð líkamleg æfing og getur reynt á andlegu hliðina, ekki er vitað til að neinn hafi sturlast við þann eltingaleik þó oft hafi látið nærri.
Við hlökkum til að sjá ykkur
Nefndin