Eins og sést her fyrir neðan eru flestir endar að verða hnýttir og þeir sem ekki eru það verða það örugglega fyrir helgi, kokkarnir hafa verið á stífum æfingum á þekktum veitingarhúsum í sumar og varla gefið sér tíma til að ná sér í D-vítamín í kroppinn. Aðrir sem að mótinu koma eru “stand bæ” og bíða spenntir eftir því að sjá hvort skráningin slái ný met. Við viljum endileg hvetja þig lesandi góður til að fara að skrá þig svo við getum farið að panta farma af lambakjöti, kör af humriogsíðast en ekki síst verðlaunagripina, skráning fer fram á iformi.isþar eru líka upplýsingar og einnig erum við á fésbókinni eins og allir aðrir.
Það er von okkar hjá Sindra að þessi fjáröflun haldi áfram að skora hátt hjá Hornfirðingum. Við höfum breytt verðinu lítillega hjá okkur til lækkunar, spurning hvort það sé rétt stefna þar sem þátttaka í Reykjavíkurmaraþoni vex bara eftir því sem þeir hækka gjaldið. Það má geta þess að hér heima á Hornafirði færðu mót og mat fyrir álíka upphæð og þáttökugjaldið í götuhlaupi í Reykjavík.
Dagskráin
Föstudagskvöld: í Golfskálanum
Bridge byrjar kl 19:00 Golfskálinn
Laugadagur:
Golfið byrjar kl 09:00 (ef óskir um annan rástíma þá vinsamlega hafið samband við greinastjóra).
Strandblakið byrjar kl 09:00 (ef veður verður slæmt þá verður blakið fært inn)
Frjálsar hefjast síðan kl 11:00 á Sindravöllum.
Fótboltinn byrjar kl 13:00 í Bárunni.
Brenniboltinn byrjar kl 14:00 á æfingarsvæðinu (en í Bárunni ef þurfa þykir)
Hnitið byrjar svo kl 15:00 í íþróttahúsinu
Uppskeruhátíð í Golfskálanum
Húsið opnar kl 19:30 og miða verð er einungis 7000 kr. matur og mót, 5000 bara matur
Forréttur: Hin heimsfræga hornfirska humarsúpa með nýveiddum humri úr Breiðamerkurdýpinu og úrvals rjóma úr héraði.
Aðalréttur: Skaftfelskt lambalæri að hætti Gaut og Stjána, með úrvals meðlæti frá Seljavöllum og sósu sem kokkarnir einir geta galdrað fram.
Eftirréttur: Kaffi og konfekt
Stór trúbadorinn Júlli Fúsa mun skemmta meðan á borðhaldi stendur og verðlauna afhending fer fram
Keppnisgreinar og mótsgjald
Eins og áður hefur komið fram er mótsgjaldið breytt frá undanförnum keppnum, nú er hægt að borga fyrir eina grein og kostar það þá 2000kr en ef menn vilja keppa í fleiri greinum þá eru það 3500kr og eina sem stoppar menn eftir þá upphæð er úthaldið.