- Það má veiða boltann í loftinu yfir á velli andstæðinga en ekki af jörðu.
- Ef bolti fer út fyrir hliðarlínu mega liðsmenn úr báðum liðum hlaupa eftir honum. Það má sparka í bolta til að reyna að ná honum.
- Fari bolti aftur yfir kóngalínu mega eingöngu kóngur og liðsmenn hans sækja boltann.
- Ef bolti er gripinn af andstæðingi er leikmaður úr nema gripið sé frá kóngavelli, þá heldur leikurinn áfram eins og ekkert sé.
- Ef bolti fer í liðsmann og annar liðsmaður grípur þá er sá fyrri ekki úr en sá sem skaut er það. Sömuleiðis ef boltinn fer í tvo leikmenn eða fleiri án þess að snerta jörðina á milli eru þeir allir úr leik. Þegar allir leikmenn eru úr kemur kóngur út og verður einn eftir á vellinum.
- Um leið og það er búið að skjóta leikmann þá þarf að fara stystu leið út af velli og beint til kóngsins og má því ekki taka upp boltann til að rétta liðsfélögum. Dauðir mega ekki snerta boltann. Snerti dauður leikmaður boltann fær hitt liðið boltann.
- Sé stigið á eða yfir línu með boltann í höndunum fær hitt liðið boltann.
- Þegar kóngur kemur út þá fær hann boltann.
- Fari leikmaður út af vellinum til að forða sér frá því að vera skotinn er heimilt að skjóta hann utan vallar. Heimilt er að skjóta liggjandi leikmann.
- Ef bolti hafnar í höfði andstæðings er hann ekki úr leik. Sama á við ef leikmaður ber hendur fyrir höfuð sér og boltinn fer þannig í hendur leikmanns.